Sendu Listagjöf til ástvinar
Þekkir þú einhvern sem þarf á upplyftingu að halda núna fyrir jólin á þessum skrýtnu tímum? Komdu þeim á óvart um næstu helgi með Listagjöf! Landsþekkt listafólk kemur fram við heimili viðtakenda 19. og 20. desember með örstutta tónleika eða sýningu – í öruggri fjarlægð að sjálfsögðu. Uppákomunum er dreift um landið og eru án endurgjalds. Ef þú/ástvinur þinn treystið ykkur ekki til að taka á móti Listagjöf í eigin persónu eða ef engin Listagjöf er í boði á því svæði sem um ræðir getur þú pantað Listagjöf í streymi með því að smella á 'Algengar spurningar' hér fyrir neðan og sjá leiðbeiningar þar. Verkefnið að þessu sinni er í boði íslenskra stjórnvalda.
Nánari upplýsingar: listahatid.is