Algengar spurningar
AÐ PANTA LISTAGJÖF
- Hvernig virkar Listagjöf? Þú pantar Listagjöf til ástvinar í gegnum listagjof.listahatid.is. Þegar pöntunin fer í gegn fer starfsfólk Listahátíðar yfir hana og sendir þér staðfestingu með smáskilaboðum og tölvupósti. Þú færð einnig sendan hlekk á upplýsingasíðu þar sem hægt er að fylgjast með stöðu og framvindu þinnar Listagjafar.
- Ég pantaði gjöf í gegnum síðuna en hef ekki fengið staðfestingarpóst. Hvað geri ég? Hafðu samband við Listahátíð í gegnum tölvupóst á netfangið artfest@artfest.is ef þú hefur ekki fengið staðfestingu innan sólarhrings frá pöntun.
- Hversu margar Listagjafir get ég pantað? Þar sem fjöldi gjafa er takmarkaður biðjum við hvern einstakling um að panta aðeins eina Listagjöf fyrir einn ástvin.
- Hversu margar Listagjafir eru í boði? Það eru allt að 750 Listagjafir í boði helgina 19. - 20. desember 2020.
- Ef ég og ástvinur minn treysta okkur ekki til að taka á móti Listagjöf í eigin persónu hvað get ég þá gert? Þú getur pantað Listagjöf í streymi með því að smella hér ef þú eða ástvinur þinn treystið ykkur ekki til að taka á móti Listagjöf í eigin persónu.
- Ef engin Listagjöf er í boði fyrir svæði ástvinar míns, hvað er þá í boði? Hver sem getur af einhverjum ástæðum ekki bókað Listagjöf heim til sín getur pantað Listagjöf í streymi með því að smella hér
- Hvernig fara listagjafir í streymi fram? Gefandi Listagjafar fær sendan tölvupóst frá Listahátíð í Reykjavík sem inniheldur tímasetningu Listagjafar ásamt hlekk á streymið. Gefandi kemur þessum upplýsingum til móttakanda Listagjafar. Þegar kemur að tímasetningu Listagjafar þá smella bæði gefandi og móttakandi Listagjafar á hlekkinn og hitta þannig listamanninn sem flytur Listagjöfina í beinu streymi.
- Þarf ég sérstakan hugbúnað fyrir Listagjafir í streymi? Það eina sem þarf er snjalltæki (tölva, spjaldtölva eða sími) sem tengist interneti/4G/3G.
- Hvernig veit ég að þetta er listamaðurinn? / Hvernig finnur listamaðurinn rétt heimilisfang? Við munum áframsenda þínar tengiliðaupplýsingar á listamanninn og hann/hún mun mæta á þá staðsetningu sem þú hefur gefið upp, á þeim tíma sem var skilgreindur í pöntun. Þú getur bætt við sértækum upplýsingum varðandi staðsetningu í pöntunarferlinu. Listamaðurinn mun hringja í þig rétt fyrir afhendingu Listagjafar. Athugið að símtalið gæti verið úr óþekktu númeri / leyninúmeri.
- Þarf ég að hafa samband við listamanninn? Þú þarft ekki að hafa samband við listamanninn. Hann/hún mætir á þá staðsetningu sem þú gafst upp í pöntunarferlinu.
- Þarf ég að vera viðstaddur/viðstödd afhendingu Listagjafar? Já, þú eða fulltrúi þinn þurfið að vera mætt á þá staðsetningu sem þú gafst upp í pöntunarferli ekki síðar en 5 mínútum fyrir þá tímasetningu sem var skilgreind við pöntun.
- Hvernig mun ástvinur minn fá upplýsingar um afhendingu Listagjafar? Við pöntun Listagjafar skuldbindur þú þig eða þinn fulltrúa til að vera viðstadda/-n afhendingu Listagjafar áður en listamaðurinn mætir, og einnig til að sjá til þess að ástvinur þinn sé það líka. Þú ræður þannig sjálf/-ur hvort gjöfin komi alveg á óvart eða hvort þú látir ástvininn vita fyrirfram.
- Hvar og hvenær fara afhendingar Listagjafar fram? Listagjafir fara fram á þeirri staðsetningu sem þú gafst upp í pöntunarferli og á þeim tíma sem þar var skilgreindur.
- Hvað væri góð staðsetning fyrir Listagjöf? Mælt er með garði ástvinar sem kjörstaðsetningu fyrir afhendingu gjafa. Gangstétt fyrir framan fjölbýli eða skjólgóður staður eru líka heppilegar staðsetningar. Mikilvægt er að Listagjöf sé afhent í opnu rými þar sem hægt er að tryggja 2 metra fjarlægð á milli einstaklinga.
- Er hægt að biðja listamenn um að afhenda Listagjöf innandyra? Miðað er við þá reglu að afhending gjafar sé utandyra, nema ef um sérstakar aðstæður er að ræða, þá gæti afhending Listagjafar farið fram í anddyri eða stigagangi byggingar.
- Hversu langan tíma tekur afhending Listagjafar? Um 5-10 mínútur frá upphafstíma afhendingar.
- Hvað ef það er vont veður? Séu líkur á að veðrið hafi áhrif á afhendingu Listagjafar verða skoðaðir möguleikar á afhendingu hennar á skjólsælu svæði í nágrenni staðsetningar. Þurfi að fresta afhendingu Listagjafar vegna veðurs flytur listamaður persónulega gjöf til viðtakanda gegnum síma eða vef.
- Get ég sent Listagjöf á vinnustað ástvinar? Já, það er hægt að panta Listagjöf á vinnustað ástvinar ef að afhending fer fram á opnu svæði utan byggingar sem býður upp á örugga fjarlægð. Í slíku tilfelli er bent á að bæta við viðbótarupplýsingum varðandi staðsetningu við pöntun Listagjafar.
- Get ég sent Listagjöf til ástvinar á hjúkrunarheimili? Já, það er hægt að panta Listagjöf til ástvinar á hjúkrunarheimili sé starfsfólk heimilis upplýst um afhendingu gjafar með fyrirvara. Aftur er mælt með að afhendingin fari fram á opnu svæði utan byggingar sem býður upp á örugga fjarlægð.
- Get ég sent Listagjöf á hóp af fólki eða fundarhöld? Listagjöf er ætluð sem persónuleg gjöf milli tveggja aðila og ekki er mælt með óþarfa hópamyndunum við afhendingu gjafa.
- Geta fjölskyldumeðlimir ástvinar komið með honum/henni út og notið Listagjafar? Listagjöf er ætluð sem persónuleg gjöf milli tveggja aðila en sé öruggri fjarlægð haldið milli listamanns og fjölskyldumeðlima er það þeirra val.
- Fæ ég að vita hver listamaðurinn er fyrirfram? Get ég valið hvernig gjöf ég sendi?Nafni listamanns og innihaldi Listagjafar er haldið leyndu þar til afhending gjafar fer fram. Hver gjöf er óvæntur glaðningur, bæði fyrir gefanda og þiggjanda.
- Er eitthvað aldurstakmark í kringum Listagjöf? Listagjöf er ætluð öllum aldurshópum.
- Get ég myndað eða tekið upp afhendingu Listagjafar? / Get ég deilt myndefni Listagjafar á samfélagsmiðlum? Já, og mælt er sérstaklega með því að notast sé við myllumerkin #listagjof #listahatid #listahatid2020 við birtingu myndefnis.
- Verða teknar myndir af mér, ástvini og listamanni við afhendingu Listagjafar? Ef þú hefur gefið leyfi fyrir ljósmyndun í pöntunarferli gjafarinnar gæti ljósmyndari mætt á afhendinguna á vegum Listahátíðar í Reykjavík.
- Hvað geri ég ef ég neyðist til að afpanta Listagjöfina mína?Þú getur afpantað Listagjöfina í gegnum upplýsingasíðuna þína. Athugið að afpantanir verða að eiga sér stað fyrir klukkan 12 á hádegi þann 17. desember.
- Úps! Ég setti inn rangar tengiliðaupplýsingar, hvað geri ég? Pöntunarsíðan tekur bara við íslenskum símanúmerum og heimilisföngum. Ef þú settir óvart inn rangar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur sem fyrst með tölvupósti á netfangið artfest@artfest.is. Við svörum þér innan sólarhrings.
- Get ég breytt tímasetningu Listagjafar eftirá?Staðfestri tímasetningu á afhendingu Listagjafar er ekki hægt að breyta. Ef þú þarft að aflýsa afhendingu gjafar þarf að gera það fyrir klukkan 12 á hádegi þann 17. desember.
- Gæti afhending Listagjafar frestast eða verið aflýst vegna ástæðna sem ég hef ekki áhrif á?Komi til þess að listamaður þurfi vegna óviðráðanlegra aðstæðna að fresta eða aflýsa afhendingu gjafar mun hann/hún hafa samband við þig símleiðis. Athugið að símanúmerið getur birst óskráð eða sem leyninúmer. Listahátíð getur hafnað pöntunum á gjöfum séu þær taldar ófullnægjandi eða óviðeigandi.
- Hvernig er varúðarráðstöfunum háttað varðandi öryggi gagnvart Covid-19? Listagjöf er persónuleg gjöf frá gefanda til ástvinar. Við mælum gegn hópamyndunum við afhendingu gjafanna. Listamanni er skylt að halda hæfilegri fjarlægð á meðan á afhendingu Listagjafar stendur yfir. Athugið að halda einnig hæfilegri fjarlægð við listamann, forðist handabönd og faðmlög.
- Hvernig er hugað að almennu öryggi? Starfsfólk Listahátíðar miðlar áfram upplýsingum til listamanna um hvernig skal takast á við ólíkar aðstæður sem gætu komið upp. Listamaður hefur rétt á að hætta við afhendingu gjafar telji hann aðstæður óöruggar.
STREYMI LISTAGJAFA
AFHENDING LISTAGJAFAR
STAÐ- OG TÍMASETNING LISTAGJAFAR
INNIHALD LISTAGJAFAR
UPPTÖKUR Á LISTAGJÖF
BREYTING EÐA AFPÖNTUN LISTAGJAFAR
ÖRYGGI LISTAGJAFAR
Fannstu ekki svar við þinni spurningu? Hafið samband í gegnum tölvupóst á netfangið artfest@artfest.is.