Listagjöf - Persónuvernd

Listahátíð í Reykjavík

Lækjargata 3

101 Reykjavík

Ísland

Kt. 490970-0299

listahatid.is

Ábyrgðaraðili

Fjóla Dögg Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri, sími 783-2306, fjola@artfest.is

Persónuverndarstefna

Listahátíð í Reykjavík (Listahátíð) safnar persónuupplýsingum í tengslum við Listagjöf til þess að mögulegt sé að eiga í beinum samskiptum við gefendur Listagjafanna varðandi tímasetningar og annað skipulag.

Listahátíð varðveitir persónuupplýsingar um notendur listagjof.listahatid.is og notar þær í samræmi við gildandi lög.

Persónuupplýsingarnar verða nýttar á eftirfarandi hátt:

  • Við skipulag og stýringu verkefnisins Listagjafar, á vegum Listahátíðar í Reykjavík.
  • Við innleiðingu, þróun og viðhald þjónustu fyrir listafólk sem kemur fram í verkefninu.
  • Við skipulag og framkvæmd skoðanakönnunar í tengslum við Listagjöf.

Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar af starfsfólki Listahátíðar. Svo lengi sem engin lagaleg skylda til að birta persónuupplýsingar munu þær ekki verða afhentar þriðja aðila. Listahátíð birtir aldrei eða selur persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi til þriðja aðila. Öllum sem hafa aðgang að gögnum er skylt að vinna aðeins úr þeim í samræmi við GDPR lög nr. 90/2018.

Listahátíð geymir persónuupplýsingar þínar einungis framyfir þann tíma sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdar verkefnisins.

Listahátíð grípur til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar sem unnið er með. Aðgerðirnar veita öryggi sem er í samræmi við gildandi löggjöf um gagnavernd og er viðeigandi að teknu tilliti til:

  • þeirra tæknilegu möguleika sem fyrir hendi eru.
  • hvað það myndi kosta að innleiða aðgerðirnar.
  • sérstakra áhættu sem fylgja vinnslu persónuupplýsinga.
  • hversu viðkvæmar persónuupplýsingarnar eru.

(Uppfært 20. október 2020)